Skálafell ÁR - Myndskeið frá 1974

Skálafell var mikið aflaskip og var pabbi (Jón Ólafsson) heitin útgerðarmaður og skipstjóri á honum. Þetta var í þá daga þegar mátti veiða fisk úr sjó og ekkert kvótakerfi að þvælast fyrir mönnum. Þetta var árið 1974 og þá skipti máli hvort skipstjórar væru veiðiklær og var pabbi einn af þessum mönnum sem ég myndi kalla alvöru skipstjóra. Á myndskeiðinu má sjá Sigga frænda (bróðir pabba) og Berg frænda (bróðir mömmu) og tók hann einmitt þessar myndir og finnst mér gæðin mjög góð miðað við að þetta eru 34ára gamlar upptökur. Mér þótti vel við hæfi að hafa mömmu í bakgrunni með "Þorlákshafnarveginn" og "Hinsta ferðin".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband